spot_img
HomeFréttirBein textalýsing: Ísland-Eistland U16 karla

Bein textalýsing: Ísland-Eistland U16 karla

Hér að neðan er bein textalýsing úr viðureign Íslands og Eistlands í U16 ára karla á Norðurlandamótinu sem fram fer í Solna í Svíþjóð.  
 
Viðtal við Þóri Guðmund eftir leik:
 
LOKATÖLUR ÍSLAND 75-73 EISTLAND
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 21 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar
Brynjar Karl Ævarsson, 18 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar
Ingvi Þór Guðmundsson, 13 stig, 5 fráköst
Sveinbjörn Jóhannesson, 13 stig, 9 fráköst.
 
 
4. leikhluti

– Íslenskur sigur! Lokatölur 75-73, mikill karakter hjá okkar mönnum. Lokaskot Eista dansaði af hringnum og Ísland já, náði frákastinu sem hafði nú verið eitt af helstu vandamálum okkar allan leikinn. Frækinn sigur og mögnuð endurkoma liðsins.
 
– 75-73…10 sek eftir þegar Brynjar Karl dúllar sér vel og lengi uppi á toppi uns hann fann opnun á vörn Eista, hann brunaði inn og skoraði með gegnumbroti. Eistar taka leikhlé.
 
– Íslenska sóknin hafin…
 
– 27 sek eftir af leiknum og Eistar jafna með auðveldu gegnumbroti, staðan 73-73 og Borce tekur leikhlé fyrir íslenska liðið
 
– Eistar brenna af fyrra vítinu en setja það síðara, staðan 73-71 fyrir Ísland og 38 sek eftir, Eistar taka innkastið.
 
– 38 sek eftir þegar dæmd er óíþróttamannsleg villa á Ingva Þór. Eistar eiga tvö skot og fá boltann aftur! 
 
– Ísland missti boltann skömmu eftir innkastið, Eistar í sókn.
 
– 1.12mín eftir af leiknum og Eistar missa boltann aftur fyrir miðju og taka leikhlé, Ísland á boltann eftir leikhléið. Nú er lag að halda rétt á spilunum og klára verkefnið.
 
– 73-70 Árni Elmar eykur muninn í þrjú stig með góðu gegnumbroti. 1.15mín eftir!
 
– 71-70 Eyjólfur Ásberg kemur Íslandi yfir eftir góða stoðsendingu frá Ingva Þór í hraðaupphlaupi. 2.30mín til leiksloka og Eistar taka leikhlé.
 
– 69-70 Það er runnið á Þóri Guðmund  æði! Drengurinn var að setja annan þrist og minnka muninn niður í eitt stig eftir fjögurra stiga rispu Eistlendinga. Þórir Guðmundur kominn í 21 stig og heldur Íslandi vel við efnið. Matið hann drengir, matið hann! 
 
– 66-66 og enn eina ferðina er Vesturbæjarvinstri-hendin að láta til sín taka, Þórir Guðmundur jafnar með þrist.
 
– Þórir Guðmundur fær hér ruðning á Eista, Þórir allt í öllu þessa stundina, glæsileg varnartilþrif.
 
– Eistar voru hér að taka fjögur sóknarfráköst í röð! Ef Ísland gyrðir ekki í brók í frákastabaráttunni þá missa okkar menn Eista langt frá sér á ný.
 
– 63-66 baneitruð vinstri hönd Þóris Guðmundar  skellir í þrist og minnkar muninn í þrjú stig nú þegar rúmar sex mínútur eru til leiksloka.
 
– 60-66 Sveinbjörn Jóhannesson setur niður tvö víti. Bæði lið eru núna hátt uppi á vellinum að pressa og þessi lokasprettur mun ráðast að nokkru leyti á lungnastærð manna, mikið pústað.
 
– 56-63 Eistar opna fjórða með þrist sem átti klárlega aldrei að verða til þar sem Eistar fóru aftur fyrir miðju en dómarar leiksins tóku ekki eftir því leikbroti og Eistar högnuðust á því með þrist. Rándýr yfirsjón dómara leiksins.
 
 
3. leikhluti:
 
– Þriðja leikhluta lokið og staðan 56-60 fyrir Eista. Langbesti leikhluti íslenska liðsins til þessa, frábær endasprettur á þriðja leikhluta færði íslenska liðinu nýtt líf, þeir Þórir Guðmundur , Brynjar Karl og Ingvi Þór leiða liðið áfram. Ísland vann þriðja hluta 30-19!
 
– 54-59 Ingvi Þór með sex íslensk stig í röð og munurinn kominn niður í fimm stig, Ingvi hárbeittur hérna og kominn góður púls í íslenska hópinn.
 
– 45-57 Brynjar Karl með glæsilega alley-up sendingu á Guðmund Þóri og skömmu síðar splæsir Guðmundur Þórir í þrist og staðan orðin 48-57. lífsnauðsynlegur kafli hjá íslenska liðinu keyrður áfram af Brynjari Karli og Þóri Guðmundi.
 
– 41-55 Þórir Guðmundur með sniðskot eftir hraðaupphlaup og 3.15mín eftir af þriðja.
 
– 37-55 Eistar svara gegnumbroti Ingva Þórs með þrist, þeir virðast eiga sövr við öllu í dag.
 
– 35-52 og 5.38mín eftir af þriðja leikhluta þegar Ísland tekur leikhlé. Gott og vel, Eistar komast upp með að „hand-checka“ gríðarlega en íslenska liðið er einfaldlega að fara illa með boltann, tapaðir boltar orðnir 17 talsins á tæplega 25 mínútum. 
 
– 33-49 Eistar refsa fljótt og vel, tvær körfur með stuttu millibili þar sem þeir hreinlega keyra fast í bakið á íslenska liðinu. Þriðji leikhluti fer af stað ekki ósvipað þeim fyrstu tveimur, Eistar mun einbeittari og íslenska sveitin tekur of langan tíma í að trekkja sig í gang.
 
– 31-45 fyrsti þristur Íslands dottinn í hús og það í níundu tilraun, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson brýtur langskotaísinn fyrir Ísland.
 
– Þriðji leikhluti er hafinn og hann opnaði Brynjar Karl Ævarsson með gegnumbroti en Eistar svöruðu að bragði, staðan 28-43 fyrir Eistland.
 
Hálfleikstölur:
Ísland 26-41 Eistland
 
Skotnýting liðanna í hálfleik:
Ísland: Tveggja 46% – þriggja 0% (0-8) og víti 67%
Eistland: Tveggja 54% – þriggja 15% og víti 45%
 
Brynjar Karl Ævarsson er stigahæstur í íslenska liðinu í hálfleik með 10 stig
 
 
Annar leikhluti:
 
– Fyrri hálfleik lokið. Staðan 26-41 fyrir Eista. Eistlendingar gerðu 5 stig síðustu 10 sekúndur fyrri hálfleiks, fyrst með þrist, svo stolinn bolti sem endaði með laglegri troðslu og Eistar fara í gríðarlega góðum gír inn í leikhléið.

– 26-36 fyrir Eista og 1.27mín til hálfleiks. 

– 22-30 og íslenska áhlaupið telur nú 6-0 og Eistar taka leikhlé þegar 3.05mín eru eftir af fyrri hálfleik. Góð rispa og Borce sendi sína menn framar á völlinn til að verjast, færa Eistum hið sama meðal og þeir hafa verið að beita á íslenska liðið. 

 
– 20-30 Brynjar Karl aftur á ferðinni eftir stolinn bolta hjá Þóri Guðmundi sem fann Brynjar á harðahlaupum frammi. Góð flétta og munurinn kominn niður í 10 stig. 
 
– 18-30 Brynjar Karl minnkar muninn með erfiðu gegnumbroti fyrir Ísland.
 
– Óðagot á íslenska liðinu sem er nokkuð í því að grýta frá sér boltanum, 15 mínútur liðnar af leiknum og tapaðir boltar orðnir 11 talsins. 
 
– 16-30 fyrsti þristurinn kominn í hús og hann gera þeir eistnesku og munurinn orðinn 14 stig, Borce tekur leikhlé fyrir Ísland þegar 5.53mín eru til hálfleiks.
 
– 16-27 fyrir Eista sem opna annan leikhluta 8-3. 
 
– Þristarnir láta bíða eftir sér, liðin saman búin að skjóta 13 þristum og enn hefur ekki eitt skot ratað heim.
 
– 15-23 og Eistar halda okkar mönnum í smá fjarlægð.
 
– Annar leikhluti er hafinn.
 
Sveinbjörn Jóhannesson barðist af krafti í fyrsta leikhluta í íslenska liðinu.
 
Fyrsti leikhluti:
 
– 13-19 Fyrsta leikhluta lokið. Ingvi Þór Guðmundsson lokaði leikhlutanum með einu víti fyrir Ísland. Sveinbjörn Jóhannesson er stigahæstur eftir fyrstu 10 mínúturnar með 6 stig í íslenska liðinu.
 
– 12-19 Eyjólfur Ásberg með gott gegnumbrot og farið að glitta í vígtennurnar loks á íslenska liðinu.
 
– 10-18 Eistar eiga frákastabaráttuna hér í fyrsta leikhluta, íslenska liðið að gleyma sér í grunnþáttum eins og að stíga almennilega út, Eistar eru því nokkrum sinnum búnir að fá 2-3 sénsa í sóknum sínum.
 
– 10-16 Eistar eru grimmari hér í upphafi leiks og ófeimnir við að spila stíft, komast upp með það þessa stundina en Ísland hefur ekki svarað því nægilega vel að frátöldum Sveinibirni sem er til í tuskið.
 
– 10-12 Sveinbjörn Jóhannesson með 2 víti fyrir Ísland, fór sterkt upp að körfunni og Eistar eiginlega Shaq-hökkuðu drenginn niður.
 
– 8-12 fyrir Eista, Sveinbjörn Jóhannesson að verja hér glæsilega skot frá Eistum, góð barátta í Sveinibirni hér á upphafsmínútunum.
 
– 8-10 fyrir Eista, fjórar liðsvillur komnar strax á íslenska liðið, okkar menn eru gjarnir á að slá og fá enga eftirgjöf þar í dómgæslunni, þurfa að finna betri varnarleik en það.
 
– 6-7 Brynjar Karl með góða stoðsendingu á Sveinbjörn Jóhannesson sem klárar örugglega í teignum. 
 
– 4-7 Eistar fá hér nokkrar auðveldar körfur í upphafi leiks og íslensku piltarnir svona að vinna í því að finna grimmdina í vörninni.
 
– 2-0 Brynjar Karl Ævarsson Blikamaður með meiru opnar leikinn fyrir Ísland með stökkskoti í teignum eftir flott innkastkerfi. 
 
– Leikur hafinn! Ísland vann uppkastið.
– Byrjunarlið Íslands er: Árni Elmar Hrafnsson, Brynjar Karl Ævarsson, Jörundur Snær Hjartarson, Þórir Þorbjarnarson og Sveinbjörn Jóhannesson.
 

Fyrir leik:
 
– Fimm mínútur í leik og nú raða liðin sér upp fyrir þjóðsöngvana.
 
– Nú eru akkúrat 10 mínútur í leik.
 
– Þjálfarar U16 ára landsliðs Íslands eru þeir Borce Ilievski og Sævaldur Bjarnason aðstoðarþjálfari.
Fréttir
- Auglýsing -