spot_img
HomeFréttirFimm framlengja í Hólminum

Fimm framlengja í Hólminum

Hildur Sigurðardóttir besti leikmaður Domino´s deildar kvenna og besti leikmaður úrslitanna í Domino´s deild kvenna hefur framlengt samningi sínum við Snæfell. Hún ásamt fjórum öðrum leikmönnum kvennaliðsins hafa samið á ný við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.
 
 
Á heimasíðu Snæfells segir:
 
Þær sem skrifuðu undir voru Hildur Sigurðardóttir og mun hún ljúka sínum frábæra ferli í Hólminum, Hugrún Eva Valdimarsdóttir, Aníta Rún Sæþórsdóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir. Stjórn og þjálfarar eru gríðarlega ánægðir með að fá að hafa stelpurnar í herbúðum Snæfells á næsta tímabili.
  
Fréttir
- Auglýsing -