Þriðja keppnisdegi á Norðurlandamóti unglingalandsliðanna er lokið. Íslendingar mættu Finnum sem í dag voru feti framar á heildina litið en um hörku leiki var að ræða í öllum tilfellum. Eini sigur dagsins kom hjá U16 ára liði kvenna sem er eina ósigraða íslenska liðið á mótinu til þessa, hefur unnið alla þrjá leiki sína.
Úrslit dagsins á NM:
U16 karla: Ísland 87-101 Finnland (0-1)
U16 kvenna: Ísland 70-59 Finnland (1-1)
U18 karla: Ísland 84-88 Finnland (1-2 – framlengt)
U18 kvenna: Ísland 57-78 Finnland (1-3)
Á morgun er Svíadagur þar sem íslensku liðin mæta heimamönnum í Svíþjóð. Fyrsti leikur er kl. 13 að staðartíma eða kl. 11 að íslenskum tíma en þá mætast Ísland og Svíþjóð í U16 ára karlaflokki.
Mynd/ [email protected] – U16 ára stelpurnar hafa ríka ástæðu til að brosa breitt enda gengi þeirra á NM hið glæsilegasta til þessa.