spot_img
HomeFréttirTap í fyrsta leik gegn Real

Tap í fyrsta leik gegn Real

 Nú rétt í þessu var að ljúka fyrsta leik Real Madrid og CAI Zaragoza í 8 liða úrslitum ACB deildarinnar á Spáni.  Leikurinn var háður í Madrid og kom Jón Arnór af bekknum og spilaði 14 mínútur og setti á þeim 4 stig.  Zaragoza náðu að halda ágætlega í við Madrid megnið af leiknum en voru hinsvegar alltaf þessum 3-8 stigum undir og þegar yfir lauk hafði Madrid 8 stiga sigur, 78:70. Stigahæstur Madridinga var landsliðsmaðurinn Sergio Llull með 16 stig en hjá Zaragoza voru það Bandaríkjamennirnir Joseph Jones og Michael Roll báðir með 13 stig. Næsti leikur er í Zaragoza á sunnudag.
 
Fréttir
- Auglýsing -