spot_img
HomeFréttirMiami Heat í úrslitin

Miami Heat í úrslitin

Þessi sería er búin. Maður er eiginlega feginn. Leikur Pacers hefur verið skelfilega vandræðalegur og slappur. Frábær fyrsti leikur hjá þeim en það vekur spurningar um hversu slakir Miami Heat voru þá í þeim leik. 
 
Miami Heat með LeBron James í broddi fylkingar völtuðu yfir Indian Pacers. Lokatölurnar 117-92 gera þessu ekki einu sinni góð skil. Yfirburðir Miami voru svo miklir. 
 
Heat skoruðu 137,9 stig per 100 sóknir!
 
Árangur liðsins skrifast að mínu mati á stjórnendur liðsins með að hræra í leikmannahópinum nú þegar liðið var að búa sig undir sterkt playoff push. Liðið er þunnt. Bekkurinn er þunnur. Þjálfarinn ekki starfi sínu vaxinn. Bird þarf að taka þetta í gegn í sumar… eða finna einhvern annan sem getur það.
 
Segið það sem þið viljið um Lance Stephenson. Þessi utan-dagskrár ævintýri hans voru farin að fara í taugarnar á mér… en maðurinn mætti samt tilbúinn til leiks. Hann skoraði kannski ekki mikið en baráttan var til staðar. Hann var ekki tilbúinn að fara í frí.
 
Paul George átti fínan leik eftir hræðilega byrjun. Roy Hibbert hvarf enn eina ferðina.
 
LeBron James var frábær. Tölurnar hans voru ekki utan úr geimnum en yfirburðirnir á vellinum voru slíkir. Lance Stephenson réð nákvæmlega ekkert við hann. LeBron gerði það sem hann vildi á vellinum.
 
Það verður forvitnilegt að sjá hvort Rashard Lewis haldi plássinu sínu í byrjunarliðinu, nú þegar liðið mætir annað hvort Spurs eða Thunder. Hann hefur alla vega verið að skila sínu.
 
Fréttir
- Auglýsing -