Í dag er lokadagur NM í Solna þar sem Íslensku liðin mæta þeim Dönsku. Íslenska U16 lið kvenna hefur þegar tryggt sér sigur á mótinu, U18 karla og U16 karla keppa um annað sætið. U18 kvenna getur náð fjórða sætinu með sigri. Það verða því þrír æsispennandi leikir í dag.
Leikirnir fara fram á skömmum tíma þar sem liðin halda heim á leið í kvöld og verðlaunaafhending fer einnig fram eftir að síðasta leik líkur.
Leikirnir fara fram á eftirfarandi tíma (staðartíma/íslenskum tíma)
Ísland – Danmörk U16 karla 13:45/11:45
Ísland – Danmörk U16 kvenna 14.30/12:30
Ísland – Danmörk U18 kvenna 14:30/12:30
Ísland – Danmörk U18 karla 16:15/14:15
Leikjunum verður fylgt eftir af bestu getu á karfan.is en vegna árekstra í tíma gætu sumar textalýsingar tafist.