spot_img
HomeFréttirJón Arnór kveður Zaragoza

Jón Arnór kveður Zaragoza

 CAI Zaragoza hefur lokið keppni í ACB deildinn í ár eftir að hafa tapað í öðrum leik liðsins gegn Real Madrid 95:101. Það var svo sem vitað fyrir fram að mikið þyrfti að ganga á ef Zaragoza ætluðu sér að slá út þetta fyrna sterka Real Madrid lið en liðið gerði nokkuð vel í báðum leikjunum en áttu ekki erindi sem erfiði. Jón Arnór spilaði 16 mínútur í kvöld og setti niður það eina skot sem hann tók í leiknum (þristur) og að öllum líkindum verður það hans síðasta karfa fyrir CAI Zaragoza.  
 
Jón er nú samningslaus og óvíst er með framhaldið, sum sé hvort Zaragoza komi til með að vilja halda honum og þá einnig hvort hugur Jóns leiti nú eitthvað annað.  
Fréttir
- Auglýsing -