spot_img
HomeFréttirKöldustu samningar körfuboltans

Köldustu samningar körfuboltans

Nýlega undirritaði Láus Ingi formaður KKD Hamars einn „kaldasta samning“ sem gerður hefur verið.
 
 
Þjálfari mfl. karla til næstu ára verður Ari Gunnarsson sem nokkuð er kunnugur félaginu en hann spilaði hér fyrir nokkrum árum með Hamri í úrvalsdeildinni og jafnframt þjálfaði hann kvennalið félagsins á þeirra fyrsta ári í deild þeirra bestu. Við sama tilefni var undirritaður samningur við Halldór Jónsson um áframhaldandi spilamennsku með strákunum í Hveragerði sem eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir átökin næsta vetur.
Til að undirritun héldi örugglega voru samningarnir innsiglaðir í frystigeymslu Kjörís í Hveragerði, sem eins aðal styrktaraðila deildarinnar. Má því segja að um köldustu samninga Íslandssögunnar sé að ræða .
  
Fréttir
- Auglýsing -