Páll Fannar Helgason hefur framlengt samning sinn við Fjölnismenn og tkeur því slaginn með Grafarvogsliðinu í Domino´s deildinni á komandi vertíð. Páll Fannar var einn af lykilmönnum liðsins í 1. deildinni á síðasta tímabili en Fjölnismenn komust aftur í úrvalsdeild eftir sigur í umspili gegn Hetti frá Egilsstöðum.
Sindri Már Kárason og Valur Sigurðsson munu spila með Fjölni næsta vetur í Domino´s deild karla. Sindri kemur frá Vængjum Júpiters en hann er uppalinn Fjölnismaður, eins og Valur sem hefur farið víða síðustu ár en lék síðast með KFÍ.
Myndir/ Á þeirri er Páll Fannar en á þeirri neðri eru Valur og Sindri ásamt Hjalta þjálfara Fjölnis.