Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari U20 ára liðs karla, hefur valið endanlegt 12 manna lið sitt fyrir NM U20 ára sem fram fer í Helsinki síðar í mánuðinum en liðið heldur út 15. júní og kemur heim þann 19. júní. www.kki.is greinir frá.
Leiknir verða leikir gegn Svíum, Finnum, Dönum og Eistum og það lið sem stendur best að vígi eftir fjóra leiki verður Norðurlandameistari U20 ára 2014.
Arnar Guðjónsson og Baldur Þór Ragnarsson eru aðstoðarþjálfarar liðsins.
Eftirtaldir leikmenn skipa liðið:
Dagur Kár Jónsson · Stjarnan
Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn
Eysteinn Ævarsson · Höttur
Jens Valgeir Óskarsson · Grindavík
Maciek Baginski · Njarðvík
Maciek Klimaszewski · FSu
Martin Hermannsson · KR
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Oddur Kristjánsson · KR
Ragnar Bragson · ÍR
Svavar Ingi Stefánsson · FSu
Valur Orri Valsson · Keflavík
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík, Stefán Karel Torfason, Snæfelli, og Frank Booker Jr. gáfu ekki kost á sér í liðið að þessu sinni og Þorgrímur Kári Emilsson, ÍR, er meiddur.
Mynd/ Martin Hermannsson í leik með KR.