spot_img
HomeFréttir1-0 fyrir San Antonio Spurs (Umfjöllun)

1-0 fyrir San Antonio Spurs (Umfjöllun)

Hann var ekki áferðarfagur fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi San Antonio Spurs og Miami Heat í gær. Bæði með 38 tapaða bolta til samans. Þetta er þó svo sem ekki óeðlilegt þar sem þetta verður (mögulega) 7 lotu bardagi og við því búist að andstæðingarnir þreifi á hvorum öðrum í upphafi. Snemma uppgötvaðist að loftræstikerfið í AT&T höllinni var bilað og hitinn tók að rísa hratt og örugglega þar til hann var kominn í um 35 gráður þegar langt var liðið á leikinn.
 
 
Nokkrir leikmenn beggja liða lentu snemma í villuvandræðum. Mario Chalmers eyddi megnið af fyrri hálfleik á bekknum vegna þessa og Kawhi Leonard náði sér illa á strik einnig. 
 
Dwyane Wade hefur aldrei spilað jafn fáar mínútur í úrslitakeppni og í ár og sást það augljóslega á honum þegar leikurinn hófst. Hann var mjög sprækur í sóknarleik Heat, skoraði 19 stig og ljóst að honum veitti ekki af hvíldinni. LeBron hefur heldur ekki spilað eins lítið í úrslitakeppni á ferlinum en hann virtist fá krampa í lærið í seinni hálfleik og þurfit að fara af velli og í klefann í fjórða hluta. Hann skoraði 25 stig. Ray Allen átti öfluga innkomu af bekknum. Skoraði 16 stig, tróð eins og unglingur og stal fimm boltum.
 
Manu Ginobili kom inn af bekknum um miðjan fyrsta hluta og breytti leiknum fyrir Spurs.  Negldi niður þristum út um allt og var banvænn í pick&roll leikkerfunum. Hann skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Helmingur af körfum Spurs liðsins á meðan Ginobili var inni á vellinum komu eftir stoðsendingu frá honum.  Tim Duncan var með 21 stig og 10 fráköst.
 
Boris Diaw er einn var þessum leikmönnum sem eru nánast ósýnilegir á tölfræðiskýrslunni en hafði gríðarleg áhrif á leik Spurs liðsins. 2 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Ekki slæmt.
 
Sóknarleikur Spurs gekk frekar illa framan af þar sem skytturnar þeirra að utan voru ekki að ná að stilla miðið. Danny Green og Kawhi Leonard hittu illa þar til í lok fjórða hluta þegar Green hitti tveimur í röð og varnarleikur Heat liðaðist í sundur við það.
 
Popovich þarf samt að taka hárblásarann á liðið sitt því það tapaði alls 23 boltum í gær og slapp í raun með skrekkinn í gær. Engar fréttir af því hvort kramparnir hjá LeBron séu eitthvað sem muni vara. Heat, þrátt fyrir að þola ekki hitann í gær (búrrúmmtiss!), hafa verið seinir af stað í þessari úrslitakeppni en endað seríur af öryggi, þannig að það er alls óvíst hvort þessi leikur muni hafa einhver áhrif á liðið.
 

 
Fréttir
- Auglýsing -