Ágúst Angantýsson hefur samið við Stjörnuna og mun taka slaginn með Garðbæingum í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Ágúst var á mála hjá KFÍ á síðasta tímabili þar sem hann var einn af lykilmönnum liðsins með 11,9 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik. Það eru því tveir þungavigtarleikmenn sem kveðja KFÍ á jafn mörgum dögum en í gær kom það á daginn að Mirko Stefán hafði samið við Njarðvíkinga.
Á heimasíðu Stjörnunnar segir um málið:
Það er ljóst að koma Gústa er happafengur fyrir Garðbæinga og að reynsla hans og baráttuvilji eiga eftir að reynast ungu liði Stjörnunnar vel í þeirri baráttu sem bíður næsta vetur. Ágúst hefur þegar hafið æfingar með liðinu en undirbúningur er þegar hafinn af fullum krafti.
Mynd/ [email protected] – Ágúst í leik með KFÍ gegn KR á síðustu leiktíð.