spot_img
HomeFréttirIvanovic tekur við Panathinaikos

Ivanovic tekur við Panathinaikos

Dusko Ivanovic, landsliðsþjálfari Bosníu og Hersegovínu, er nýr þjálfari gríska risaliðsins Panathinaikos. Íslendingar munu fá að kynnast Ivanovic síðsumars þegar hann stýrir Bosníumönnum gegn Íslendingum í undankeppni Evrópukeppninnar 2015.
 
 
Þessi 56 ára gamli Svartfellingur tók við Bosníu í janúar á þessu ári en hann hefur m.a. þjálfað Barcelona og Laboral Kutxa sem og svissneska landsliðið.
 
Grikkirnir sjálfir vænta þess að Ivanovic hressi til í röðum Panathinaikos og komi að yngri og efnilegum leikmönnum og ein helsta ástæða ráðningarinnar skv. heimasíðu FIBA Europe var sá agi sem Ivanovic ku vera þekktur fyrir.
  
Fréttir
- Auglýsing -