spot_img
HomeFréttirMargrét Rósa heldur vestur um haf

Margrét Rósa heldur vestur um haf

Það er búið að vera skammt stórra högga á milli hjá Margréti Rósu Hálfdanardóttur seinast liðnaðar tvær vikur. Stúlkan varð tvítug í byrjun júní, valin í fyrsta skiptið í A-landslið kvenna og búin að skrifa undir samning hjá Canisius College og mun því leika með háskólaliði þeirra, Golden Griffins, á næsta tímabili.
 
Canisius College er í Buffalo, NY og er hann Division I skóli. Deildin sem hann tekur þátt í heitir MAAC eða Metro Atlantic Athletic Conference, sem er 11 liða deild. Að deildinni lokinni er úrslitakeppni sem öll liðin taka þátt í og sigurvegarinn í henni fer í 64 liða úrslit NCAA.
 
Aðspurð sagði Margrét að það hefðu verið ferðir með unglingalandsliðinum sem höfðu kveikt áhuga hennar á að halda í nám erlendis.
Eftir að hafa útskrifast sem dúx úr Flensborg síðast liðið vor var nokkuð ljóst að það myndi ekki verða vandamál hjá henni.
Svo var að sjálfsögðu ekki og fékk hún jákvæð svör frá öllum fjórum háskólunum sem hún sótti um hjá. En þá bættist fimmti skólinn við er Canisius College hafði samband við hana og bauð henni fullan skólastyrk.
Það var ekki erfitt fyrir Margréti að þiggja boð Canisus, þar sem hún mun leggja stund við hegðun dýra, vistfræði og náttúruvernd ásamt því að stunda körfuknattleik í hæsta gæðaflokki.
 
Ljósmynd/ Axel Finnur
Fréttir
- Auglýsing -