Viðureign Íslands og Danmerkur á Norðurlandamóti U20 ára landsliða var að ljúka rétt í þessu. Danir höfðu 70-67 sigur í leiknum en tvö þriggja stiga skot frá Martin Hermannssyni og Matthíasi Orra Sigurðarsyni á lokasekúndum leiksins vildu ekki niður svo Danir fögnuðu sigri.
Martin Hermansson var stigahæstur annan leikinn í röð, nú með 25 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Matthías Orri Sigurðarson gerði 14 stig og tók 4 fráköst og þá var Valur Orri Valsson með 10 stig og 2 fráköst.
Ísland hefur nú lokið keppni á Norðurlandamótinu og verður lokastaða mótsins ljós að loknum leik Finna og Svía sem hefst á eftir.
Tölfræði Íslands í leiknum
Mynd/ Valur Orri gerði 10 stig í íslenska liðinu sem mátti áðan sætta sig við ósigur gegn Dönum.