Borgnesingar hafa orðið fyrir búsifjum. Framherjinn Trausti Eiríksson er á leið í nám við lýðháskóla í Danmörku og verður því ekki með Skallagrím fram að jólum í Domino´s deildinni á næsta tímabili.
Trausti gekk þó frá sínum málum og gerði samning við Skallagrím sem tekur gildi um leið og hann kemur aftur til Íslands eftir námsveruna í Danmörku. Trausti verður því klár í slaginn með „Sköllunum“ strax á nýja árinu 2015.
Í snörpu spjalli við Karfan.is sagði Trausti að hann myndi vísast spreyta sig með liði í og við Sönderborg en það yrði ekki neitt af úrvalsdeildarliðunum sem öll væru í að minnska kosti eins til tveggja tíma fjarlægð frá Sönderborg.
Mynd/ Ómar: Trausti í leik með Skallagrím geng ÍR.