spot_img
HomeFréttirLeikur U18 og Fjölnis færður til 3. júlí

Leikur U18 og Fjölnis færður til 3. júlí

Gera hefur þurft breytingu á leik U18 karla og Fjölnis sem settur var á miðvikudaginn 2. júlí næstkomandi. Nýr leiktími er fimmtudagurinn 3. júlí kl. 20:00 í Dalhúsum í Grafarvogi þar sem ekki fengust afnot af Dalhúsum 2. júlí sökum annars viðburðar.
 
 
U18 er á fullu í undirbúningi sínum fyrir þátttökuna í B-deild Evrópukeppninnar en liðið heldur utan til Búlgaríu þann 23. júlí næstkomandi.
 

Mynd/ Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll, er fyrirliði U18 ára liðs Íslands.
  
Fréttir
- Auglýsing -