spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍR siglir upp töfluna með öðrum góðum heimasigri - Lögðu Breiðablik örugglega...

ÍR siglir upp töfluna með öðrum góðum heimasigri – Lögðu Breiðablik örugglega í Hellinum

ÍR lagði Breiðablik í kvöld í Hellinum í Breiðholti í Subway deild karla, 116-97. Eftir leikinn er ÍR í 8.-9. sæti deildarinnar með 10 stig líkt og KR á meðan að Breiðablik er sæti neðar í því 10. með 8 stig.

Liðin höfðu í eitt skipti áður mæst í deildinni í vetur. Þann 15. október lagði Breiðablik lið ÍR nokkuð örugglega í Smáranum, 107-92.

Gangur leiks

Eins og við var að búast fór leikurinn nokkuð fjörlega af stað. Frekar lítið virtist um varnir og þá sérstaklega af hendi Breiðabliks á framherja ÍR Sæþór Kristjánsson. Sæþór þakkaði fyrir sig og setti 18 stig í fyrsta leikhlutanum, en fjórðungurinn endaði 30-22 heimamönnum í vil. Gestirnir úr Kópavogi ná svo að loka gatinu á fyrstu mínútum annars leikhlutans. Missa heimamenn þó aftur frá sér og eru 15 stigum undir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Atkvæðamestur heimamanna í fyrri hálfleiknum var Sæþór Kristjánsson með 18 stig og 5 fráköst. Fyrir gestina var það Sam Prescott sem dró vagninn með 14 stigum og 4 fráköstum.

Í upphafi seinni hálfleiksins láta heimamenn svo kné fylgja kviði. Halda áfram að setja skotin sín og vinna þriðja leikhlutann með 13 stigum, 29-16 og eru því með þægilega 25 stiga forystu fyrir þann fjórða, 94-69. Eftirleikurinn virtist nokkuð auðveldur fyrir heimamenn, sem sigra leikinn að lokum með 19 stigum, 116-97.

Nokkur barátta var á milli liðanna á lokamínútum leiksins vegna þeirrar staðreyndar að Breiðablik hafði unnið fyrri leik liðanna með 15 stigum. Blikar tapa hinsvegar þessum með 19 og mun ÍR því eiga innbyrðis á þá fari svo að liðin verði jöfn að stigum í lok deildarkeppninnar verða þeir sætinu ofar.

Kjarninn

Tölfræðilega er Breiðablik slakasta varnarlið landsins og þetta var líklega þeirra slakasta varnarframmistaða í vetur. Gáfu ÍR, og mikið til ákveðnum leikmönnum þeirra, opin skot nánast allan leikinn sem þeir voru setja. Virtust lítið sem ekkert breyta um stefnu hvað þetta varðaði og því fór sem fór.

Eftir tap fyrir ÍR fyrr í mánuðinum fyrir Vestra er liðið heldur betur komið aftur á sigurbraut. Með þessum sigri í kvöld og gegn Stjörnunni í síðasta leik. Eru nú jafnir KR að stigum með 10 í 8.-9. sæti deildarinnar. Breiðablik er sæti neðar, í því 9. með 8 stig.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur fyrir Breiðablik í leiknum var Everage Richardson með 26 stig, 6 fráköst og Sam Prescott bætti við 23 stigum og 9 fráköstum.

Fyrir heimamenn var Triston Simpson bestur með 21 stig, 6 fráköst, 15 stoðsendingar og Sæþór Kristjánsson bætti við 26 stigum og 7 fráköstum.

Hvað svo?

Breiðablik á leik næst komandi mánudag 24. janúar gegn KR á meðan að ÍR heimsækir Keflavík komandi fimmtudag 27. janúar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Atli Mar)

Fréttir
- Auglýsing -