spot_img
HomeFréttirVísir.is: Jakob gefur ekki kost á sér

Vísir.is: Jakob gefur ekki kost á sér

KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kynntur er fyrsti æfingahópur Craig Pedersens, nýs landsliðsþjálfara í körfubolta. Þrjátíu leikmenn mæta til æfinga en úr þeim hópi verður lokahópurinn valinn sem leikur í undankeppni EM 2015 í sumar.
 
 
Það kom eflaust fáum á óvart að sjá nafn Jakobs Arnar Sigurðarsonar í hópnum enda Jakob verið einn besti leikmaður þjóðarinnar um árabil og lykilmaður í íslenska liðinu.
 
Hann verður þó ekki með landsliðinu í sumar og kom honum nokkuð á óvart að sjá nafn sitt á blaði. „Ég verð ekki með og þeir vita af því,“ segir Jakob Örn í samtali við Vísi.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -