spot_img
HomeFréttirIrving steig "samningadansinn"

Irving steig “samningadansinn”

 Íslandsvinurinn (ef svo má kalla eftir að hafa dælt einhverjum 50+ stigum á landsliðið hér um árið) Kyrie Irving gerði nú í vikunni 5 ára samning við Cleveland Cavaliers og mun þéna hátt í 100 milljónir dollara á þeim tíma.
 
Samningur þessi er eins hár og mögulegt er hægt að bjóða leikmanni. Kyrie hafði því ærna ástæðu til að fagna og nú er komið á veraldarvefinn hvernig kappinn fagnaði.  Kyrie sendi félaga sínum myndband af sjálfum sér stíga nokkur dansspor til marks um að samningurinn væri í höfn.  Dæmi nú hver fyrir sig um hvort kappinn sé með lipur spor. 
 

Fréttir
- Auglýsing -