spot_img
HomeFréttirKobe Bryant er fljótur að gleyma

Kobe Bryant er fljótur að gleyma

Kobe Bryant er í einhverri tilvistarkreppu þessa dagana. Skrokkurinn farinn að gefa sig og Lakers hafa mátt muna sinn fífil fegurri. Kobe þénar um $60 milljónir á ári frá Lakers og í auglýsingatekjur og hann er metinn á um $250 milljónir. Það hindraði hann þó ekki að taka við tveggja ára framlengingu hjá Lakers að verðmæti $48 milljonir sem er um 40% af launaþaki deildarinnar. 33% af því sem liðin mega vera innan til að sleppa við refsiskattinn. Þetta gerir hann á þeim tíma þar sem Lakers eru í algerum uppbyggingarfasa og þurfa allt það svigrúm sem mögulegt er til að sú uppbygging gangi sem hraðast og best fyrir sig. Kobe er sama um það. Hann vill fá borgað.
 
Kobe Bryant datt inn á Twitter fyrir um tveimur árum síðan. Hann tístar ekki oft en það sem hann setur þarna inn er endurtístað (e. retweet) nokkur hundruð ef ekki nokkur þúsund sinnum. 
 
Hann hefur látið nokkrar bombur falla þarna eins og t.d. skituna sem hann gaf Dwight Howard fyrir að beila til Houston í fyrra og margt fleira.
 
Nú síðast hins vegar tók steininn úr þegar hann ákvað að skíta yfir Charlotte Hornets fyrir að skipta sér í burtu til Los Angeles Lakers árið 1996. Sagði að fyrir sléttum 18 árum síðan hafi Hornets tilkynnt honum að þeir hefðu engin not fyrir sig og ætluðu að senda hann til LA.
 

 
Sannleikurinn er hins vegar sá að Bryant var kristaltær á því að hann myndi aldrei spila fyrir neitt annað lið en Los Angeles Lakers. Annað kæmi ekki til greina. Hornets skiptu því honum til Lakers fyrir Vlade Divac.
 
Grípum niður í grein frá New York Times síðan 2007:
 
In 1996, Bryant, a teenager exiting high school for the N.B.A., was not the first pick, but he exuded self-importance when he refused to play anywhere but Hollywood.

[…]

Couldn’t Bryant be a Hornet? Could he grow to love Southern sweet tea?

“That is an impossibility,” Bryant’s agent, Arn Tellem, said at the time. “There are no ifs. It would not happen. He is going to be a Laker, and that’s the only team he’s playing for.”
 
Sumir hafa valkvætt minni og Kobe Bryant virðist vera einn af þeim. 
 
Fréttir
- Auglýsing -