spot_img
HomeFréttirU18 ára liðið mætir Fjölni í kvöld

U18 ára liðið mætir Fjölni í kvöld

U18 ára karlalandsliðið mætir úrvalsdeildarliði Fjölnis í æfingaleik í kvöld kl. 20 í Dalhúsum en 18 ára karlarnir undirbúa sig nú af krafti fyrir Evrópukeppnina í B-deild sem fram fer í Búlgaríu síðar í þessum mánuði.
 
 
Einum leik er lokið í þessari æfingatörn liðsins en sá var gegn Stjörnunni og eru Fjölnismenn á dagskrá í kvöld. Næst er leikið gegn Njarðvík 10. júlí og gegn Haukum 15. júlí. U18 ára liðið heldur svo utan þann 23. júlí næstkomandi.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -