Fimm leikmenn kvittuðu undir nýjan samning hjá Fjölni á dögunum en leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson, Bergþór Ægir Ríkharðsson, Árni Elmar Hrafnsson, Alexander Þór Hafþórsson og Helgi Hrafn Halldórsson.
Kapparnir taka slaginn með Fjölni í Domino´s deild karla á næsta tímabili en Fjölnismenn ásamt sigurvegurum 1. deildar, Tindastól, komu upp í úrvalsdeildina á meðan Valur og KFÍ féllu niður um deild.
Myndir/ Fjölnir: Hreiðar, Bergþór, Árni og Alexander á efri myndinni en á þeirri neðri er Helgi Hrafn ásamt þjálfaranum Hjalta Vilhjálmssyni.