spot_img
HomeFréttirKvennalandsliðið mætir Dönum í kvöld

Kvennalandsliðið mætir Dönum í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið mætir Dönum í kvöld í fyrri æfingaleik þjóðanna en leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði og hefst kl. 19:15. Á morgun eigast liðin svo við í Stykkishólmi.
 
 
Hrannar Hólm stýrir liði Danmerkur sem er nýkomið úr æfingaleikjum gegn Austurríki en Ísland er að spila sína fyrstu leiki á árinu og að leika sinn fyrsta heimaleik í tæp fimm ár!
 
Ívar Ásgrímsson stýrði íslenska liðinu á Smáþjóðaleikunum 2005 og þá voru fjórir leikmenn í hópnum sem enn skipa hópinn í dag en það eru Hildur Sigurðardóttir, Helena Sverrisdóttir, María Ben Erlingsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.
 
Mynd/ Jón Björn: Hildur Sigurðardóttir heldur nú inn í sitt fjórtánda landsliðssumar.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -