spot_img
HomeFréttirLeBron: Valið stendur milli Cleveland og Miami

LeBron: Valið stendur milli Cleveland og Miami

Allt virðist sem svo að valið standi nú á milli Cleveland Cavaliers og Miami Heat fyrir LeBron James. Cleveland sendu frá sér í dag Jarrett Jack í þriggja lið skiptum sem hafa losað upp nóg af launaþaksrými til að bæta við LeBron James. Eina tæknilega hindrunin fyrir því að James færi aftur heim.
 
Cleveland sendir frá sér Jarrett Jack og Sergey Karasev og valrétti í nýliðavalinu 2016 (sem er varið í top 10 fyrir 2016-2018 og þá óvarið 2019 ef það næst ekki) og fá réttinn að völdum nýliðum Nets.  Brooklyn Nets sendir frá sér Marcus Thornton og Tyler Zeller og taka við Jarrett Jack og Sergey Karasev. Það er enn óskýrt hvað Celtics láta frá sér en þar eru að öllum líkindum einhverjar launaþaksundanþágur en þeir taka hins vegar á móti Thornton og Zeller frá Nets.
 
Sem stendur eru Boston Celtics sigurvegararnir í þessum skiptum. Fá fína skyttu í Thornton og efnilegan stóran strák í Zeller og valréttinn. Nets bæta við sig bakverði eftir að hafa misst Shaun Livingston frá sér.
 
Cleveland senda hins vegar hrópandi skilaboð til LeBron James að þeim sé alvara að fá hann yfir. Þessi skipti losa yfir $24 milljónir undan launaþakinu en hámarkssamningur fyrir LeBron hljóðar upp á $20,7 milljónir á ári. Ákveði James að slá til þarf ekki að velta lengur fyrir sér hver hafi sigrað í þessum skiptum. Áhættan er hins vegar umtalsverð fyrir Cavs.
 

 
LeBron James mun funda með Pat Riley í Las Vegas í dag og verða Eric Spoelstra, Micky Arison, eigandi liðsins og Dwyane Wade við hlið Riley á þeim fundi. Þar munu ráðin að öllum líkindum ráðast og LeBron James tilkynna Heat-mönnum fyrirætlanir sínar þar.
 
Valið stendur hreint og klárt á milli Cleveland Cavaliers og Miami Heat þessa stundina. Cavaliers hefður aldrei farið í þessar æfingar vitandi annað.
 
 
Á meðan bíðum við frétta.
 
UPPFÆRT 15:48
Cleveland Cavaliers eltast nú við Ray Allen sem er með lausan samning frá Miami Heat. Þetta kom fram eftir að Cavs tilkynntu um skiptin á Jack sem losa nægt rými fyrir þá báða. Allt gert eflaust til að búa vel í haginn fyrir heimkomu LeBron og auðvelda honum ákvörðunina. Cavs eru einnig á eftir Mike Miller, sem er góður vinur LeBron sem hann sá mikið eftir í fyrra sumar þegar Miami létu hann fara.
 

 

Fréttir
- Auglýsing -