Fyrsti landsleikur kvennaliðsins í 5 ár á heimavelli, eins og ritað hefur verið mikið um undanfarina daga, og eftirvæntingin eðlilega mikil. Úrslitin voru því miður ekki eftir væntingum þar sem að dönsku dömurnar sigruðu nokkuð örugglega 53-84 en þetta var sem betur fer aðeins æfingleikur sem draga má lærdóm af og því jákvæð reynsla þegar öllu er á botnin hvolft.
Annars var mjög ánægjulegt að sjá kvennalandsliðið spila og frábært að það sé farið aftur af stað. Allt í kringum leikinn í kvöld var til fyrirmyndar hjá KKÍ, Haukum og síðast en ekki síst áhorfendum sem fjölmenntu á völlinn þrátt fyrir eitthvað sem var í gangi í Brasilíu, körfuboltahreyfingunni til mikils sóma.
Annars var mjög ánægjulegt að sjá kvennalandsliðið spila og frábært að það sé farið aftur af stað. Allt í kringum leikinn í kvöld var til fyrirmyndar hjá KKÍ, Haukum og síðast en ekki síst áhorfendum sem fjölmenntu á völlinn þrátt fyrir eitthvað sem var í gangi í Brasilíu, körfuboltahreyfingunni til mikils sóma.
Að leiknum, en hann fór rólega af stað þar sem bæði lið voru að þreifa fyrir sér. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði fyrstu stig leiksins en staðan var 2-2 eftir tveggja mínútna leik. Er leikhlutinn var hálfnaður var staðan aðeins 8-3 fyrir Ísland. Íslensku stelpurnar virkuðu mjög rólegar og þá jafnvel of rólegar. Þær dönsku voru aðgangsharðar í vörninni og gáfu Helenu Sverrisdóttur og Hildi Sigurðardóttur lítið svigrúm til að hefja sóknina. Það skilaði sér í 7 stolnum boltum hjá dönunum og 10 töpuðum boltum hjá Íslandi í fyrsta leikhlutanum. Þrátt fyrir varnarleikinn hjá dönunum þá vann íslenska landsliðið leikhlutann 16-12 þar sem þær hittu mjög vel, 50% heildarskotnýting og 75% þriggjastiganýting á meðan að skotnýtingin hjá dönunum var í molum, eða 28% heildarnýting og 20% í þriggjastiga.
Spilamennsku danska liðsins svipaði mjög til San Antonio Spurs þar sem þær gáfu margar hraðar sendingar sem skiluðu þeim mörgum opnum færum og þrátt fyrir að skotið hafi ekki verið að detta þá hélt liðið yfirvegun og trúði á skipulagið. Það skilaði sér og skotin fóru að detta og rifu danirnir sig upp í 43% skotnýtingu í leikhlutanum á meðan að skotnýting íslenska liðsins fór niður á við. Emilie Hesseldal kom dönum yfir í fyrsta skiptið í leiknum í stöðunni 25-26. Kristrún Sigurjónsdóttir var þó ekki á því að leyfa dönunum að leiða í hálfleik og smellti hún niður þrist rétt fyrir hálfleik svo að Ísland leiddi 28-26.
Í þriðja leikhluta tóku dönsku algjörlega yfir og kafsigldu Ísland 12-30. Danska liðið setti 12 af 17 skotum sínum í leikhlutanum og voru aðeins með 1 tapaðan bolta á meðan að Ísland var með 7. Örvhenta skyttan Katrine Dyszkant fór hamförum í leikhlutanum og skoraði hún öll 18 stigin sín í leiknum í honum. Að auki bætti hún við 3 fráköstum, stoðsendingu, vörðu skoti og stolnum bolta.
Í fjórða leikhluta var það Ida Krogh sem stal senunni þegar Danmörk hélt áframhaldandi tortímingu gegn Íslandi þar sem þær unnu leikhlutann 13-28. En Ida setti öll 3 þriggjastigaskotin sín í leikhlutanum ásamt því að gefa 3 stoðsendingar. Ida sýndi að hún er gríðarleg skytta þar sem hún var um meter frá línunni í einu skoti sínu og gerði svo enn betur þegar hún setti kirsuberið á toppinn á leik danmerkur þegar hún skoraði lokakörfu leiksins þegar flautan gall töluvert lengra en meter frá þriggjastigalínunni. Danmörk með algjöra skotsýningu í leikhlutanum og settu þær 6 af 8 þristum í honum.
Mynd/ [email protected] – Helena Sverrisdóttir var stiga og frákastahæst hjá Íslenska landsliðinu