LeBron James tilkynnti rétt í þessu á vefsvæði Sports Illustrated að hann væri á heimleið og myndi semja við Cleveland Cavaliers fyrir næsta vetur. Búist var við því að LeBron myndi tilkynna um fyrirætlanir sínar núna fyrir helgina þar sem hann ætlaði að fara á úrslitaleikinn á HM í Brasilíu á sunnudaginn og horfa á hann í rólegheitunum.
Pat Riley og félagar í Miami Heat hafa reynt allt hvað þeir geta til að halda besta körfuboltaleikmanni jarðar í sínum röðum en hendur þeirra voru illa beislaðar af launakröfum LeBron og tilboði sem Chris Bosh fékk frá Houston Rockets. Nú síðast flaug Wade með honum aftur til Florida eftir dvöl þeirra í Las Vegas og eflaust reyna sannfæra hann um að halda áfram með Miami Heat.
Nú hins vegar verður forvitnilegt að sjá hvernig samskiptum LeBron og Dan Gilbert eiganda liðsins verður háttað. Sá síðarnefndi birti ansi harðort bréf til LeBron eftir að hann fór til Miami 2010 og hefur ekki enn beðist opinberlega afsökunar á því. LeBron virðist ætla að vera maður meiri og láta það framhjá sér fara og taka þátt því mikla og öfluga uppbyggingarstarfi sem er í gangi í Cleveland. Takist honum að færa NBA meistaratitil til Ohio verður nafn hans endanlega meitlað í stein Clevelandbúum og allar sindir fyrirgefnar.
Houston Rockets hafa nú hafist handa við að henda frá sér Jeremy Lin til að búa til pláss fyrir Chris Bosh. Einnig má búast við fréttum úr herbúðum Carmelo Anthony í kjölfar þessarra frétta.
LeBron birti þessa mynd á Instagram nú fyrir nokkrum mínútum síðan.
LeBron sendi einnig frá sér þessa tilkynningu á vefsvæði Sports Illustrated.