spot_img
HomeFréttirAnthony Bennett stendur sig vel í sumardeildinni

Anthony Bennett stendur sig vel í sumardeildinni

Nýliði Cleveland Cavaliers í fyrra, Anthony Bennett var skelfilegur á síðustu leiktíð. Skoraði ekki körfu utan að velli fyrr en í sínum fimmta leik með liðinu og endaði með 4,2 stig og 3 fráköst í leik. Hann endaði einnig tímabilið með -0,7 í Win Shares og skaut 39% utan að velli.
 
Hann kom meiddur inn í deildina og var sennilegast aldrei almennilega heill síðastliðinn vetur. Var allt of þungur og hægur á sér. 
 
Bennett hefur hins vegar tekið vel á því síðan tímabili Cavs lauk í vor. Hann hefur misst um 10 kg og er miklu léttari á sér. 
 
Hann hefur litið mjög vel út það sem af er sumardeildinni í Las Vegas. Skorað 14,0 stig og tekið 10,5 fráköst í leik. Bennett tók ekki þátt í sumardeildinni í fyrra svo þetta er kannski vísbending um hvernig tímabilið verður hjá honum en hann fær eitthvað að spila. Bennett spilaði aðeins 13 mínútur í leik í fyrra.
 
Þetta er samt bara sumardeildin. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -