spot_img
HomeFréttirSveinbjörn Claessen verður með ÍR næsta vetur

Sveinbjörn Claessen verður með ÍR næsta vetur

Sveinbjörn Claessen, sem lék með ÍR á síðustu leiktíð í Dominosdeild karla, mun leika áfram með ÍR á komandi leiktíð. Sveinbjörn hafði látið hafa eftir sér að hann myndi halda út til Noregs í áframhaldandi nám, en hann er lögfræðingur að mennt.
 
“Já, það var ekki hægt að hafna tilboðinu frá ÍR. Eilífðarsamningur og inneign á Bæjarins bestu. Toppar það ekkert,” sagði Sveinbjörn og skellti upp úr í samtali við Karfan.is. 
 
Sveinbjörn er annars mjög spenntur fyrir næstu leiktíð og segir hópinn góðan. “Við erum sami hópurinn frá í fyrra, bara árinu eldri og betri.” 
 
ÍR-ingar eru með ungan en öflugan hóp sem fór alla leið í úrslitin í bikarnum á síðustu leiktíð, en biðu þar lægri hlut fyrir Grindavík. ÍR-ingar munu þó leika án Hjalta Friðrikssonar í vetur þar sem hann verður erlendis.
 
Bjarni Magnússon var nýverið ráðinn þjálfari liðsins, en þeir hafa ekki enn náð samkomulagi við erlendan leikmann fyrir næstu leiktíð.
Fréttir
- Auglýsing -