spot_img
HomeFréttirGuðmundur Bragason hitti "Lækninn"

Guðmundur Bragason hitti “Lækninn”

 Guðmundur Bragason fyrrum miðherji Grindvíkinga fékk aldeilis óvæntan “hitting” nú um helgina þegar hann fór með syni sína í körfuboltabúðir Philadelphia 76ers. Engin annar en goðsögnin Dr J (Julius Erving) var mættur í búðirnar og var þar líkt og Guðmundur að fylgja sonum sínum.  Guðmundur fékk að sjálfsögðu mynd af sér með goðinu en á Facebook síðu Guðmundar segir Guðmundur að “Doktorinn” hafi alltaf verið í miklu uppáhaldi og í raun ástæða þess að Guðmundur heldur með Sixers og spilaði í treyju númer 6 allan sinn feril. 
 
Líkt og myndin sýnir var Guðmundur nokkuð sáttur með að hafa hitt goðið sitt og varð á orði að þegar hann heilsaði kappanum hafi nokkuð stórar lúkur hans hreinlega horfið í “hrömmunum” hjá Doktorinum. DR J var einmitt nokkuð þekktur fyrir að láta körfuboltann líta út eins og tennisbolta í leikjum þegar hann “gómaði” boltann nokkuð auðveldlega.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -