Lewis Clinch Jr. hefur samið við Fukushima Fire Bonds í BJ-deildinni í Japan en það mun vera næst efsta körfuboltadeildin í Japan. Clinch varð bikarmeistari með Grindvíkingum á síðasta tímabili og meðlimur í silfurliði Grindvíkinga eftir úrslitaseríuna gegn KR.
Clinch hefur því sagt sitt síðasta á Íslandi í bili en hann gerði 20,7 stig og gaf 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Þá er fyrrum Hólmarinn Ryan Amoroso kominn í Dinamica Mantova í næstefstu deild á Ítalíu.