Bakvörðurinn Logi Gunnarsson hefur ákveðið að semja við Njarðvíkinga til næstu tveggja ára. Logi sem er 33 ára lék um árabil erlendis sem atvinnumaður en hann kom til uppeldisfélagsins Njarðvík í fyrra og hjálpaði liðinu í undanúrslit í Dominos deildinni. www.vf.is greinir frá.
Reynsluboltinn var í fínu formi í fyrra og skoraði 17 stig að meðaltali í deildinni. Logi náði á dögunum þeim merka áfanga að leika sinn hundraðasta leik fyrir Íslands hönd.