U16 ára landsliðmaðurinn Sveinbjörn Jóhannesson hefur sagt skilið við Laugdæli og tekur sér nú bólfestu í Kópavogi hjá Breiðablik. Frá þessu er greint á heimasíðu Blika og segir þar að félagið bindi miklar vonir við komu hans til klúbbsins.
Sveinbjörn skilaði miðherjahlutverki U16 ára landsliðs Íslands á Norðurlandamótinu í Svíþjóð fyrr á þessu ári og vakti þar athygli fyrir vasklega framgöngu og mikla baráttu.
Mynd/ Jón Björn: Sveinbjörn í leik með U16 ára landsliði Íslands gegn Dönum á NM 2014.