spot_img
HomeFréttirSigrún Sjöfn semur við Norrköping í Svíþjóð

Sigrún Sjöfn semur við Norrköping í Svíþjóð

Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur gert eins árs samning við Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni. Sigrún segir því skilið við KR. Á heimasíðu Norrköping segir að koma Sigrúnar styrki liðið í teigbaráttunni en við vissar aðstæður muni hún einnig sinna bakvarðahlutverkinu.
 
 
Vart þarf að fjölyrða um þær búsifjar sem KR-ingar verða fyrir en Sigrún var lykilmaður liðsins á síðasta tímabili með 16,3 stig, 10,8 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.
 
Jesper Sunderberg þjálfari Norrköping segir liðið fá reyndan leikmann í Sigrúnu og það sé mikilvægt þar sem meðalaldur í deildinni ytra sé í lægri kantinum. Sunderberg kvaðst hafa verið að leita eftir leikmanni sem skotið getur að utan og tekið fráköst og að Sigrún uppfylli vel þær kröfur.
  
Fréttir
- Auglýsing -