Keflvíkingar eru Pétursmótsmeistarar 2023 eftir sigur gegn grönnum sínum úr Njarðvík í úrslitaleik, 107-85. Á leið sinni í úrslitin lagði Keflavík lið Þróttar Vogum á meðan að Njarðvík bar sigurorð af Grindavík. Fyrr í kvöld hafði Grindavík tryggt sér bronsverðlaun á mótinu með 9 stiga sigri gegn Þrótti, 93-84.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru eftir úrslitaleikinn í Blue Höllinni