Áðan lauk viðureign Bretlands og Bosníu í undankeppni EuroBasket 2015. Bosníumenn höfðu öruggan 67-80 útisigur í leiknum þar sem Mirza Teletovic gerði 26 stig og tók 6 fráköst í liði Bosníumanna en Daniel Clark var með 14 stig og 9 fráköst í liði Breta.
Bretar hafa því tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum í A-riðli en Bosnía og Ísland eru með sinn hvorn sigurinn.
Lítið gengur hjá Rússum þessa dagana en Rússar hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum í riðlakeppninni, fyrst gegn Sviss og svo nú í kvöld 63-65 gegn Ítalíu.
Mynd/ Mirza Teletovic gerði 26 stig og tók 6 fráköst í liði Bosníumanna gegn Bretlandi.