Þessa stundina er íslenska landslið karla á leið til Bosníu en liðið lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli kl. 07.40 í morgun með Icelandair.
Flogið verður til London og þaðan til Vínar. Frá Vín er svo flogið beint til Sarajevo þar sem liðið mun dvelja eina nótt á hóteli og halda svo til Tuzla daginn eftir en það er um tveggja og hálfs tíma akstur.
Tuzla er mikill körfuboltabær og nú þegar er uppselt á leikinn í Bosníu. Eftir Bosníu fer svo liðið til London þar sem seinni leikurinn gegn Bretum fer fram.
Frétt af www.kki.is