spot_img
HomeFréttirKristen McCarthy til liðs við meistara Snæfells

Kristen McCarthy til liðs við meistara Snæfells

Íslandsmeistarar Snæfellskvenna hafa samið við bandaríska leikmanninn Kristen McCarthy og mun hún leika með liðinu í Domino´s deildinni á komandi tímabili. McCarthy kemur úr Temple háskólanum þaðan sem hún útskrifaðist árið 2012 með 12,6 stig, 6,6 fráköst, 2,2 stoðsendingar og 1,5 stolinn bolta að meðaltali í leik.
 
 
Leiðin lá í atvinnumennskuna á Ítalíu beint eftir skóla og skömmu síðar hafði McCarthy viðkomu í Frakklandi. Chynna Unique Brown kemur því ekki aftur í Hólminn en hún skilaði af sér 20,6 stigum, 8,8 fráköstum og 3,3 stoðsendingum fyrir Snæfell á síðustu vertíð. Að sögn Inga Þórs Steinþórssonar þjálfar Snæfells var vilji hjá bæði Snæfell og Chynna að fá hana aftur í Hólminn en hún verður í Bandaríkjunum af fjölskylduástæðum.
  
Fréttir
- Auglýsing -