Lebron James tók hinni miklu “Ísvatns áskorun” sem gengur nú eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum. Á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar Lebron fær Ísvatnið yfir sig en áður þá skorar Lebron á sjálfan forseta Bandaríkjanna, Barak Obama. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort leiðtogi hins frjálsa heims taki þessari áskorun og þá um leið hvern hann skori á. Pútin jafnvel?
Fróðlegt verður nú einnig í framhaldinu hvað þessi áskorun verður lengi að ná hingað yfir hafið til íslands en hingað til hafa “Bjórþamb” og “Bryggjustökks” áskoranir gengið manna á milli fyrr á árinu.