Okkar maður [email protected] var samferða Jóni Arnóri og Helga Magnússyni til London þar sem þeir munu hitta fyrir landsliðið okkar fyrir leikinn gegn Bretum annað kvöld. Skúli tók Jón Arnór tali í 35 þúsund fetum yfir Atlantshafinu núna rétt í þessu og spurði út í stöðu mála og hvers vegna hann hafi ákveðið að slást í för með landsliðinu.
Ég hafði alltaf ætlað mér að vera með og þetta er dauðafæri fyrir okkur. Taka allavega þennan eina leik þarna úti. Áhættan er kannski aðeins minni þar sem þetta er bara einn leikur. Ég var náttúrulega ekki sáttur að vera ekki með og tek þetta bara á mig, ég er í þessu liði og vil taka þátt í þessu það er engin spurning.
Familían styður mig í þessu og skilja þetta alveg. Ef maður á séns á að komast á stórmót þá bara verður maður að taka slaginn.
Ef við komust ekki áfram þá er náttúrulega pressan sú að ég hafi komið og þetta væri mér að kenna og svo líka á hinn veginn fyrir mig sjálfan að standa mig í leiknum. Ég er fyrst og fremst að koma til að hjálpa liðinu. Ég er búin að vera æfa með þeim og ætlaði mér alltaf að vera með þannig að vonandi næ ég að gera eitthvað gott. Það kom bara móment þar sem mér leið vel með það að spila þennan leik og ég læt slag standa og stend og fell með þeirri ákvörðun.
Ég er með samning á borðinu frá Malaga sem að ég er að pæla í og það skýrist á næstu dögum hvað verður úr þar. Fyrsta tilboðið var ekki eins gott og ég vildi en eins og ég segi þá vonandi skýrist þetta fljótt.