Það er löngu vitað að gríska viðundrið, Giannis Antetokounmpo eða Greek Freak eins og hann er kallaður vestan hafs, standi fyllilega undir nafni. Hann er 206 cm á hæð, með 221 cm faðm og RISASTÓRAR hendur. Í landsleik með Grikklandi um daginn stal hann boltanum við eigin vítalínu tók tvö drippl og tróð boltanum hinu megin. Sjón er sögu ríkari.