Körfuknattleiksdeild ÍA hefur samið við bakvörðinn Robert Jarvis um að leika með liðinu á komandi leiktíð í 1. deildinni. Jarvis lék áður með ÍR í úrvalsdeildinni í lok tímabilsins 2010 og allt 2011-2012 tímabilið.
Jarvis var með 23 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar í leik þegar hann lék síðast með ÍR og skaut yfir 40% í þristum. Jarvis er 27 ára og 180 cm á hæð.
Háskólaárunum eyddi hann með Oral Roberts í NCAA I deildinni þar sem hann var með 17,2 stig að meðtali í leik á lokaári sínu og með 34% þriggja stiga nýtingu. Á atvinnumanna ferlinum hefur Robert m.a. leikið í Ungverjalandi, Póllandi, Mexíkó auk Íslands en einnig hefur hann spilað í NBA D-League. Hann er vanur að vera í hlutverki skorara og leiðtoga í sínum liðum og mun að öllum líkindum fá það hlutverk hjá ÍA á Akranesi í vetur.