KKÍ hefur ráðið verkefnastjóra til að sjá um útbreiðslumál og átaksverkefni á höfuðborgarsvæðinu. Árni Eggert Harðarson hefur verið ráðinn í verkið og frá og með næstu mánaðarmótum mun hann hefja störf. Er þessi ráðning samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og KKÍ og er það til 6 mánaða til að byrja með og er framhaldið háð fjármögnun. Domino´s mun einnig koma að verkefninu og styðja það.
Árni Eggert er 36 ára og hefur verið í kringum körfuboltahreyfinguna í mörg ár. Hann hefur þjálfað frá árinu 1998 en hann þjálfaði hjá ÍR Í mörg ár og nú á síðasta keppnistímabili var hann þjálfari Vængja Júpíters í 1. deild karla. Einnig hefur hann sótt fjölda fyrirlestra og námskeiða hér heima og erlendis.
Það hefur verið markmið stjórnar KKí að finna fjármagn fyrir átaki sem þessu undanfarin ár og því afar ánægjulegt að hægt sé að koma þessu af stað sem fyrst. Til að byrja með verður lögð áhersla á höfuðborgarsvæðið en til lengri tíma mun þetta átak ná til allra svæða verði til fjármagn til að halda því áfram.
www.kki.is