Jón Arnór Stefánsson var Bosníumönnum illviðráðanlegur í kvöld, einkum og sér í lagi í fyrri hálfleik en viðurkenndi það eftir leik að hann hafi verið orðinn verulega þreyttur í seinni hálfleik. Jón var sæll eftir leik og sagði það fínt að fagna eftir tapleik þegar leiðin liggur engu að síður inn á Evrópumeistaramótið.