Fátt eitt óvænt er að frétta af leikjum HM í dag, nema ef einhver kynni að telja að tveggja stiga sigur Brasilíu á Frökkum teljist óvæntur. Frændur okkar Finnar áttu ekki erindi sem erfiði gegn sterku liði Bandaríkjamanna og fengu stóran skell í fyrsta leik sínum á HM.
A riðill
Serbía-Egyptaland 85-64
Brasilía-Frakkland 65-63
Spánn-Íran 90-60
B riðill
Króatía-Filippseyjar 81-78
Argentína-Púertó Ríkó 98-75
Grikkland-Senegal 87-64
C riðill
Úkraína-Dóminíska Lýðveldið 72-62
Tyrkland-Nýja Sjáland 76-73
Bandaríkin-Finnland 114-55
D riðill
Angóla-Kórea 80-69
Slóvenía-Ástralía 90-80
Litháen-Mexíkó 87-74
Mótinu er fram haldið á morgun, en fyrsti leikur hefst kl. 10:30 að íslenskum tíma og dagskrá stendur langt fram eftir degi.
Mynd: fiba.com