Sex leikir fóru fram á Heimsmeistaramótinu á Spáni í kvöld en lokaleikur þessa þriðja keppnisdags var viðureign heimamanna frá Spáni gegn Brasilíu. Spánverjar tóku forystuna snemma og leiddu 30-14 eftir fyrsta leikhluta og kláruðu svo dæmið 63-82.
Eftir þrjá keppnisdaga eru því eftir fimm lið sem ekki hafa tapað leik á HM til þessa en það eru Spánn, Grikkland, Bandaríkin, Slóvenía og Litháen.
Pau Gasol lét vel fyrir sér finna áðan í sigrinum gegn Brasilíu en hann var með 26 stig, 9 fráköst og 3 varin skot í liði Spánar. Gasol leiðir heimsmeistaramótið í stigaskori eftir þrjá leiki með 23,7 stig að meðaltali í leik.
Öll úrslit dagsins (þriðji keppnisdagur):
Króatía 75-77 Senegal
Íran 70-83 Serbía
Argentína 85-81 Filippseyjar
Frakkland 94-55 Egyptaland
Púertó Ríkó 79-90 Grikkland
Brasilía 63-82 Spánn
Staðan á HM:
GROUP A | GAMES | STREAK | GAME POINTS | POINTS | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
# | Team | P | W | L | % | Last 5 | For | Agt | +/- | FA | AA | GA | |
1 | Spain | 3 | 3 | 0 | 100 |
|
263 | 177 | 86 | 87.7 | 59 | 1.4859 | 6 |
2 | France | 3 | 2 | 1 | 66.7 |
|
231 | 193 | 38 | 77 | 64.3 | 1.1969 | 5 |
3 | Serbia | 3 | 2 | 1 | 66.7 |
|
241 | 208 | 33 | 80.3 | 69.3 | 1.1587 | 5 |
4 | Brazil | 3 | 2 | 1 | 66.7 |
|
207 | 195 | 12 | 69 | 65 | 1.0615 | 5 |
5 | Iran | 3 | 0 | 3 | 0 |
|
180 | 252 | -72 | 60 | 84 | 0.7143 | 3 |
6 | Egypt | 3 | 0 | 3 | 0 |
Fréttir |