Í dag hefjast átta liða úrslitin á Heimsmeistaramótinu á Spáni. Tveir leikir eru á dagskránni í dag en þá mætast Litháen og Tyrkland kl. 17:00 að staðartíma í Barcelona eða kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Seinni leikur dagsins er viðureign Bandaríkjanna og Slóveníu sem hefst kl. 21 að staðartíma eða kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Von er á miklum slag í viðureign Litháen og Tyrklands en flestir gera svo ráð fyrir því að Bandaríkjamenn fari auðveldlega í gegnum Slóvena. Slóvenar hafa tapað einum leik á mótinu til þessa er liðið lá með þriggja stiga mun gegn Litháen en Bandaríkjamenn hafa unnið alla sína leiki og það stórt.
Mynd/FIBA: Fátt ef nokkuð virðist ætla að hægja á „Coach K“ og hans mönnum í bandaríska landsliðinu. Verða Slóvenar þeirra næsta fórnarlamb?
-
Quarter-Finals [70]Tuesday 9 September 201417:00 (GMT+2)City, Arena: BarcelonaLithuaniavTurkey
Points Rebounds Assists -
Quarter-Finals [69]Tuesday 9 September 201421:00 (GMT+2)City, Arena: BarcelonaSloveniavUSA
Points Rebounds Assists