Nebojsa Knezevic sem lék áður með KFÍ veturinn 2010-2011 er á leið til Ísafjarðar aftur á ný. Samkvæmt vefsíðu KFÍ verður hann verði klár fyrir tímabilið í 1.deild sem hefst í næsta mánuði. Nebo eins og hann er oft nefndur fyrir vestan var með 15 stig og 5 fráköst í leik þegar hann lék síðast með félaginu. Ísfirðingar eru að vonum mjög glaðir að fá þennan geðuga pilt til baka.
Heimild: KFÍ.is
Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson