spot_img
HomeFréttirRiðlakeppni Lengjubikars kvenna lýkur í kvöld

Riðlakeppni Lengjubikars kvenna lýkur í kvöld

Í kvöld lýkur riðlakeppninni í Lengjubikar kvenna þegar Keflavík tekur á móti KR í Reykjanesbæ en viðureign liðanna hefst kl. 19:15. Þrátt fyrir leik kvöldsins hefur niðurstaða hans ekki áhrif á þau fjögur lið sem komin eru í undanúrslit.
 
 
KR situr á botni B-riðils án stiga en Keflvíkingar hafa unnið alla þrjá leiki sína og mæta Haukum í undanúrslitum í Ásgarði á fimmtudag en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Valur og Snæfell.
 
Staðan í riðlunum fyrir leik kvöldsins
 
A-riðill
Nr. Lið U/T Stig
1. Valur 4/0 8
2. Haukar 3/1 6
3. Hamar 2/2 4
4. Breiðablik 1/3 2
5. Njarðvík 0/4
0
 
B-riðill
Nr. Lið U/T Stig
1. Keflavík 3/0 6
2. Snæfell 3/1 6
3. Grindavík 2/2 4
4. Fjölnir 1/3 2
5. KR 0/3 0
Fréttir
- Auglýsing -