Eins og áður hefur komið fram mun Íris Sverrisdóttir ekki leika með Haukum í vetur og var fyrst um sinn aðeins gefið út að hún yrði í leyfi frá liðinu.
Íris staðfesti síðan í dag við Karfan.is að hún sé barnshafandi og því um barneignaleyfi að ræða.
Íris spilaði 30 leiki fyrir Hauka í fyrra í Domino’s deildinni og var hún með 4.9 stig, 2.4 fráköst, 1.5 stoðsendingar á 18:28 mínútum að meðaltali í leik.
Mynd/ Axel Finnur Gylfason